Skip to: Site menu | Main content

 

Þorrablót Ferðaklúbs 4x4 2012

Fórum upp í Setur og áttum góðar stundir á þorrablóti sem þeir sáu um Atli, Birkir og þeirra fólk og gerðu það vel. Á laugardags kvöldið var svo skotið upp flugeldum og var það stórfínt. Við fórum úr bænum á föstudegi um kl 17:00 var þá búið að opna Þrengslin en bæði Holtavörðuheiðin og Mosfellsheiðin voru enn lokaðar en öllum þessum leiðum hafði verið lokað fyrr um daginn. Það var búið að vera töluvert frost en á föstudeginum fór að hlána er lægð gekk inn á landið með hauga rigningu á láglendi og hávaðaroki en éljagangur til fjalla. Skygnið var lítið sem ekkert og eitthvað um óhöpp bæði í Hveradalabrekkunni og við Litlu Kaffistofuna vegna hálku og slæms skygnis sem varð til þess að allt lokaðist. Stoppuðum góða stund í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og vorum svo komnir í Setrið um kl 01:30. Á laugardeginum fóru menn svo að reyna sig í snjónum eitthvað og fórum við nokkrir þar á meðal Atli og Birkir að Nautöldu en þar var einu sinni heitur pottur og fórum svo aðeins lengra en er Hjartarfell og potturinn sem þar var þá Hjartarfellspottur eða Hjartarpottur ;-), nú á leiðinni að pottinum eru víða lækir sem hægt er að keyra niðurúr ef ekki er varlega farið og sóttist því ferðin hægt. Við komum svo aftur inn að Setri um kl 17:30 og var þá farið í að undirbúa Þorrann. Teddi týndi framdrifinu (það losnuðu og brotnuðu boltar sem héldu Kambinum í drifinu, var haft samband við Gísla G sem ætlaði að koma inn eftir um kvöldið og hann fenginn til að koma með nýja bolta. Nú maturinn var ljómandi góður og vel súr sem er betra. Á sunnudeginum var farið að setja nýju boltana í drifið hjá Tedda. Og svo var lagt í hann til Reykjavíkur en fljótlega eftir að við lögðum af stað ók Gísli á gula Jeppsternum á stóran stein með slæmum afleiðingum. Framhásingin lenti á steininum og brotnaði Pinjón, Millikassi og Dempari. Stífurnar í hásingunni bognuðu, framskaftið, olíupannan og miklar líkur á að hásingin hafi bognað. En það var hægt að koma honum í það horf að hægt væri að draga hann og hengdum við hann í mig en ein til að komast upp úr einni lægðinni reyndum við að hengja fjóra bíla hvern á fætur öðrum í Gísla en samstaðan var ekki næg. Hengdum þá tvo hlið við hlið og náðu þeir að rykkja honum smá, Síðan var gefist upp á því og rauða Toyotan spilaði hann upp það sem þurfti alla vega þangað til að hægt var að hengja hann í mig með langann spotta og var ég þá farinn að keyra niður í mót og var þá ekki erfitt að ná Gísla upp restina af brekkunni. Nú tvisvar á leiðinni dró ég Gísla niður í krapaholur sem varð til þess að önnur stífan bognaði meira sem varð til þess að h/framhjólið gekk aftur í brettið og þurftum við þá að nota spil til að rétta aðeins úr stífunni sem við gerðum líka í upphafiáður en við lögðum í hann. Nú þetta hafðist allt saman og vorum við í Hálendismiðstöðinni um kl 23:00 og voru húsráðendur svo aðminnileg að halda opnu fyrir okkur og steiktu fyrir okkur Hamborgara. Við fréttum af öðrum bíl Patról sem einnig ók á stein og bognaði grind eitthvað þar og einhverjar boddý skemdir veit samt ekki nógu mikið um það til að hafa það eftir. Skygnið var afleitt það sást ekki munur á landi og himni og erfitt þar af leiðandi að sjá einhverja steina sem í þokkabót voru HVÍTIR. Þakka Blótsverjum öllum kærlega fyrir mig þrátt fyrir ýmislegt hafði ég mjög gaman.

<< Til baka: 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 - 11 - 12 - 13
Sýna fjölda mynda á síðu
9 - 12 - 18 - 21 - allt
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón