Skip to: Site menu | Main content

 

Ferð með einstök börn 17 maí

21.Maí 2014
Fórum rétt rúmlega 20 bílar í dagsferð með Einstök Börn. Ég verð að segja að fyrir mitt leiti þá er þetta með betri ferðum sem ég fór í vetur. Innileikinn og gleðin hjá börnunum var svo frábær og skemmtileg að það snerti mann einstaklega. Í mínum bíl voru tveir bræður og mamman Otri, Hnikarr og Jóhanna sem öll voru mjög ánægð með ferðina. Því til staðfestingar er pakki. Ég fékk bréf í dag 21 maí frá póstinum sem á stóð að ég ætti þar pakka. Fór ég á pósthúsið eftir pakkanum og er ég fer að handfjatla pakkann sé ég að á honum stendur..... Send. Otri og Hnikarr. Fór þá um mig gleðihrollur því það voru drengirnir sem voru í jeppanum hjá mér. Sendu þeir mér pakkningu af Ávaxtate, Hraunbita og dós af Pringles og teikningu af okkur öllum í JAKANUM ásamt þakklæti fyrir frábæra jeppaferð. Er ég svo snortinn að orð fá ekki lýst. Þess má geta að ég á afmæli 21 maí og er því pakkinn frá drengjunum besta afmælisgjöfin til mín.

Fórum norður að Drangajökli 4 - 6 apríl 2014

7.Apríl 2014
Áttum góða helgi með góðu fólki fyrstu helgina í apríl. En stefnan var tekin á Drangajökul kl 10:00 á föstudags morgun. Farið var vestur um Búðardal, Gilsfjörð, Þoskafjarðarheiði og Steingrísfjarðarheiði að Reykjanesi við Ísafjörð. Þar gistum við í mjög góðu yfirlætii, áttum þar uppábúin rúm kvöldverð bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld og einnig morgunmat laugardag og sunnudag. Svo er þar stæðsti heiti pottur á landinu.

Stóraferð 2014

7.Apríl 2014

Sniglarnir 30 ára

7.Apríl 2014
Sniglarnir voru 30 ára 1 apríl 2014 og í tilefni þess voru þeir með kaffi og veglega köku með því í Þróttheimum og buðu mér í kaffi. Fallegt af þeim. En stofnfundur samtakanna var einmitt í Þróttheimum fyrir 30 árum

Mótorhjól

3.Nóvember 2013
Sýning hjá Vélhjólafélagi Gamlingja í tilefni þess að þeir eru 20 ára. Var sýningin haldin í Reykjavík Motor Center Kleppsvegi 156. Var mjög skemtilegt að skoða þessi hjól og gaman að fræðast um sögu þeirra

Skemdir á Camper

22.Október 2013
Var að lifta Camernum til að getað komið bílnum undir hann þegar ekki vildi betur til en að afturlappirnar rifnuðu undan honum og hann skall í götuna með látum.

Jeppasýning Ferðaklúbbs 4x4 2013

18.September 2013
Jeppasýning Ferðaklúbbs 4x4 í Fífunni sem haldin var helgina 13 - 15 sept 2013. Tvímælalaust besta Jeppasýning sem haldin hefur verið. Svo gaman að sjá hve gróskan í bílskúrunum hefur dafnað aftur og einnig hvað fagmenskan er orðin mikil og vinnubrögðin góð.

Stikuferð 2012

26.Ágúst 2013
Á hverju ári í hart nær 30 ár hefur Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 staðið fyrir stikun á akstursleiðum í óbyggðum. Stikuferð 2012, sem var farin helgina 31 ágúst - 2 september. Stikuð var Faxasundaleið frá Fjallabaki nyrðra að þjóðvegi F235 við SV enda Langasjávar, sem og Breiðbaksleið frá þjóðvegi F235 við SV enda vatnsins að Gnapsvaði á Tungnaá og slóðina frá Breiðbaksleið að NA enda Langasjávar. Við fórum í Hólaskjól á föstudegi, stikuðum laugardag og sunnudag. Klúbburinn sá okkur fyrir sameginlegri máltíð á laugardagskvöldið og einnig gistingu í Hólaskjóli. Vona ég fyrir hönd Umhverfisnefndar að flestir sem komu í þetta verkefni á þessum geysifagra stað séu sáttir og fyrir hönd nefndarinnar þakka ég kærlega fyrir veitta aðstoð. Ef skygni er gott þá sést norður á Strandir af Breiðbak en hann er í 1000 metra hæð ;-)

Stikuferð 2013

25.Ágúst 2013

Þegar Joan og Tara komu til Íslands, When Joan and Tara visit Iceland

31.Júlí 2013
Joan og Tara Rós komu til íslands í mars og var gaman og gott að sjá þær. Mér þykir vænt um þær, Joan er góð stelpa Töru þekki ég eiginlega ekki en það sem ég hef umgengst hana virðist mér hún góð. Joan and Tara Rós came to Iceland in Marz and I was glad too see them. I like them both, Joan are wery nice girl and Tara seems too be wery nice too.
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón