Skip to: Site menu | Main content

 

  • Fréttir
  • Ferðafrelsi og eða Ferðafrelsis SKERÐING!!!

Ferðafrelsi og eða Ferðafrelsis SKERÐING!!!
20.Janúar 2011

Góðan daginn,

Umhverfisráðuneytið hefur til meðferðar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd. Í þessum drögum er ferðafrelsi ferðamanna á Íslandi skert til muna.

Ég ásamt mörgum öðrum erum mjög óánægð með að frelsi okkar til ferðalaga á Íslandi skuli vera skert.

Ólafur Magnússon sendi Umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin sem ráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur til meðferðar.

Einnig hafa Landsamtök Ferðafrelsis sent ráðherra athugasemdir við sömu drög.

Ég hef sett skjölin á netið og eru slóðirnar hér....

http://www.jakinn.is/skrar/Natturuverndarlog.pdf

http://www.jakinn.is/skrar/Natturuverndarlog_Ferdafrelsis.pdf

Eins er netfang ráðherra hér.......

postur@umhverfisraduneyti.is

Fékk póst um að ofangreint netfang væri bara einhver pappakassi (kannski til að auðvelda þeim að henda öllum mótmælum sem hafa borist).

Netfang ráðherra er..................

svandiss@althingi.is

Það er kannski best að senda á bæði netföngin!!!

HVET ég hér með ALLA sem bera frelsi til ferðalaga hér á Íslandi í brjósti sér til að senda Umhverfisráðuneytinu skeyti þar sem nýju drögunum er mótmælt ekki seinna en strax.

Og mótmæla endilega með að styðja athugasemdir beggja aðila, Ólafs Magnússonar og Landsambands Ferðafrelsis.

Því TAKIÐ EFTIR fresturinn til mótmæla rennur út á morgun föstudag 21 janúar 2011.

En hér er tillaga að bréfi til ráðherra......................

Umhverfisráðuneyti
Skuggasundi 1
150 Rvk

Góðan daginn,
Meðfylgjandi er skjal sem ykkur barst þann 17 jan 2011 frá Ólafi Magnússyni.
Ég tek heilshugar undir allar athugasemdir sem hann gerir, og geri að mínum.
Ég hef heyrt að vel grundaðar athugasemdir fái á stundum litla athygli innan ráðuneytisins sem er mikil óhæfa þegar um mikilvæg og umdeild mál er að ræða eins og þetta.

Virðingarfyllst
Ferðamaður, Veiðimaður og áhugamaður um Ísland
Hjörtur Sævar Steinason
Dúfnahólum 4
111 Reykjavík
Kt 2105612939

„Lifið lífinu lifandi“ Og vonandi í Vonarskarði !!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón