Skip to: Site menu | Main content

 

Góðan daginn frá Álaborg.
11.Apríl 2009

Er staddur í Aalborg hjá sini mínum, tengdadóttir og sonarsyni, sem er í raun aðal aðdráttaraflið. Hann er svo broshír, glaðlindur og skemtilegur pjakkurinn sá stutti. Reyndar erum við afinn og amman búinn að vera hér úti í tvo daga og sá stutti er að herðast aðeins, hann er farinn að gjóa á okkur augunum án þess að komi skeifa jafnvel farinn að brosa til okkar. Nú pabbinn og mamman eru svo dugleg og yndisleg, vilja allt fyrir okkur gera en við látum þau nú ekki komast endalaust upp með það. Veðrið er mjög gott heiðskírt og hitastigið svona um það bil 14 til 20 gráður og smá vindur, sem sagt vorið kemur sterkt inn hér í landi bauna. Við ætlum að vera hér fram á miðvikdag, förum þá í bítið heim og ætlum að taka vorið með okkur.

„Lifið lífinu lifandi“ Sérstaklega með afabarni!!!

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón