Skip to: Site menu | Main content

 

Síldin og Kolgrafarfjörður
8.Febrúar 2013

Rakst á grein eftir Kristinn Pétursson sem ég er alveg sammála, þessir fáfræðingar okkar þora ekki að taka ákvarðanir. Ja nema banna eitthvað það geta þeir !! En hér kemur greinin hans Kristins...........

 

Dauð síld sett í vöktun, - í stað þess að setja ráðgjöfina í vöktun.

Fyrir nokkrum árum kafnaði mikið af síld í Grundarfirði og varð þá mikið tjón, auk þess sem þorskur í kvíum kafnaði.

Svo hefur borið mikið sýkingu í þessum síldarstofni í nokkur ár.

Allan tímann hafa veiðar verið of litlar - ef taka ætti tillit til hugsanlega of mikils þéttleika síldar þarna á litlum svæðum.

Í haust mældist 300 þúsund tonn af síld - bara í Kolgrafarfirði.

Miðað við reynslu síðustu ára, - verður að telja það afar áhættusækna ráðgjöf - að leggja ekki til auknar veiðar s.l. haust - þegar ljóst var að svo mikið magn af síld væri á svo litlu svæði.

Nei. Engin umræða kom fram um aukna veiði.

Svo drapst 30 þúsund tonn - og hefði mátt ætla að þá vöknuðu einhverjir til vitundar að of mikill þéttleiki síldar þarna - væri  að öllum líkindum vandinn sem við er að eiga.  Lausn á of miklum þéttleika síldar - getur varla verið önnur - en auka veiðar.

Nú er hugsanlega búið að drepa 100 þúsund tonn af síld í einum firði - og má gera ráð fyrir hörmulegum afleiðingum fyrir lífríkið.

Enn er enginn fjölmiðill að ræða kjarna málsins, - af hverju voru veiðar ekki auknar á svæðinu?

Nú á svo að "vakta" svæðið.

Minnir þessi "vöktun" á að kviknað væri í húsi og þá tekin ákvörðun um að vakta brunann - en ekki hringja á slökkviliðið.

Loðnukvótinn er  að minnka - skipin vantar verkefni,  Seðlabankann vantar meiri gjaldeyri - atvinnulausa vantar vinnu, og síðast en ekki síst - grisja þarf svæðið af síld - áður en enn meira drepst, - eða sýkist af allri menguninni sem svo kemur.

Á virkilega bara að horfa þegjandi á klúðrið - og toppa svo delluna með "vöktun"

Ummælin hjá Kristni vöknuðu út frá þessari morgunblaðsgrein.

Nei við verðum að auka veiðarnar sama hvað fáfræðingarnir segja og bjarga fiskistofnunum og þjóðarbúinu í leiðinni. Verum Lifandi og Sátt líka við fræðingana !!

 

Eldri fréttir
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón