Skip to: Site menu | Main content

 

Á sjó með þeim í Veiðivaktinni
29.Desember 2012

 

Sunnudaginn 17 júní hringdu þeir í mig strákarnir í Veiðivaktinni með Gunnari Bender. Höfðu þeir ætlað að mynda efni með strákum á Reykjanesinu sem hættu við, og vantaði efni í næsta þátt. Nú ég var í Skorradalnum rétt að búa mig til heimferðar eftir góða helgi í sumarbústað, og svo sem ekkert á leið að veiða neitt. En þegar ég er að tala við Jón Alfreð Hassing í síma þá dettur mér í hug að fara með þá út á sjó og leist þeim ágætlega á það og segist ég ætlað að hringja í þá þegar ég í bæinn kæmi. Geri það svo og hittumst við svo niður við bryggju, siglum svo út úr Kópavoginum og tökum stefnuna á 6 baujuna sem svo reyndist ekki vera á staðnum, hefur sennilega verið í viðgerð í landi. Reyndum aðeins þar en lítið um að vera, reyndum hér og þar á leið í land en strákarnir höfðu ekki mikinn tíma. Slitum samt upp nokra fiska áður en við fórum svo í land.

Hér má svo skoða myndbandið úr ferðinni

 

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón