Skip to: Site menu | Main content

 

Stóra Laxá
27.Ágúst 2010

Það var um miðjan júní 2010 að félagi minn Sigurgeir sendi mér tölvupóst og plataði mig með sér í Stóru Laxá svæði I - II þann 13 og 14 júlí. Ég var fljótur að segja já enda ekki vanur að neita ef veiði er í boði. Leið nú að 13 júlí og væntingarnar komnar á flug. Þegar við komum austur gekk hann á með þrumum og eldingum um miðjan dag og var frekar þungbúið. Tveir Danir voru  þarna fyrir, sem áttu sitt hvora stöngina og áttum við Sigurgeir líka sitt hvora. Danirnir ætluðu síðan að fara í Sogið næsta dag og voru þá tvær stangir ónotaðar í ánni þann hálfa daginn, en þeir voru búnir að vera þarna í 3 daga með leiðsögumanni. Við náðum þarna að manna aðra ónotuða stöng Dananna þegar Svanur félagi okkar kom svo um nóttina og eyddi með okkur seinni vaktinni. Við byrjuðum í Kálfhagahyl og Illakeri og reyndum hinar ýmsu flugur og kasttækni, fyrst litlar og léttar, einnig Hits og fórum svo í stærri og loks í  þungar túpur með tvíhendu en allt kom fyrir ekki. Félagi Sigurgeirs sem kom í heimsókn kom gangandi niður hlíðina og sagðist hafi séð fisk í Kálfhagahylnum. Sigurgeir fór þá þangað sem fiskurinn hafði sést og byrjaði að kasta þar, byrjaði grunnt og færði sig svo dýpra. Ákvað ég þá að færa mig og fór í Ófærustreng, kastaði þar ýmsum flugum en varð ekki var. Fór ég þá að Begsnös en þar er áin frekar róleg og byrjaði þar með Green Braham no 12. Byrjaði að kasta og færði mig eins og lög gera ráð fyrir jafnt og þétt  neðar, svo var gripið í fluguna hjá mér. Alltaf erfitt þetta augnablik og að sitja á sér, bregðast ekki strax við en svo þegar ég brást við þá fann ég nokkra þunga kippi og svo ekkert meir. Ég þrákastaði aftur á sama stað en hélt svo áfram en fékk ekki högg. Færði ég mig þá efst aftur og skipti um flugu, setti undir fluguna Nagla no 12 hnýtta á Spirit öngul en þeir eru aðeins gleiðari, jafnframt setti ég sökkenda hjá mér. Í þriðja kasti var gripið aftur hjá mér og aftur þetta krítíska augnablik og svo brást ég við honum, en nú virtist hann vera fastur, tók þétt en ekki of fast og tókumst við á í smá tíma þar til að ég landaði 5 punda laxi. Reyndi ég svo aftur en án árangurs. Þá sá ég félagana koma niður úr Kálfhagahylnum og komu þeir við hjá mér, höfðu þeir náð einum laxi sem einnig var 5 pund á Rauðan Fransis 1” túpu. Héldu þeir svo neðar en ég reyndi aðeins meira þarna. Færði ég mig svo niður í Fjósahvamm og Ytrihvamm en fékk ekki högg. Var nú dagur að kveldi kominn, nærðum okkur við Sigurgeir, fórum aðeins í pottinn og svo í koju.

Næsta dag fórum við Sigurgeir niður fyrir brú en þar hafði ég ekki veitt fyrr, Svanur var aftur á móti eitthvað að dóla sér fyrir ofan brú. Við fórum niður að Klapparhyl  og Kvíslamót en fengum ekki högg. Fórum við þá niður í Fitin og Ósatanga og fengum ekki högg þar heldur. Fórum við þá niður að Kóngsbakka og þar var búið að ryðja út í ánna svona görðum, einum fjórum ef ég man rétt. Við skiptum okkur á garðana og svo fljótlega setti Sigurgeir í fisk og svo annan en ég varð ekki var. Sigurgeir sagði mér að koma og prufa þar sem hann var og gerði ég það. Í fyrsta kasti var rifið í fluguna hjá mér og hafði ég varla tíma til að doka við, tókumst á í smá stund og landaði ég svo 5,5 punda laxi. Sigurgeir kastaði aftur og setti strax í fisk og svo renndi ég strax á hæla honum og flugan var varla búin að snerta vatnið þegar hann var á hjá mér, einnig 5 punda fiskur. Allir fiskarnir voru nokkurn veginn jafnþungir 5 – 5,5 pund. Við fengum ekki högg meir og var svo komið að hléi og okkar dagur búinn. En þarna komu 5 fiskar á land á um það bil klukkutíma allir á sama stað. Átti þar ekki við sú staðhaæfing að það eigi að hvíla staði eftir að fiski hafi verið landað. Fórum við þá uppeftir ánni og hafði Svanur sett í 1 fisk í Stuðlastrengjum, sem einnig var 5 pund.

Sjá hér

„Lifið lífinu lifandi“ og veiðandi !!!

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón