Skip to: Site menu | Main content

 

Við Þingvallavatn með Gunnari Bender
11.Júní 2012

Fór í útilegu að Þingvöllum helgina 1 - 3 Júní 2012. Ég þekki annan kvikmyndatökumanninn sem er að taka myndir hjá honum fyrir Veiðivaktina og var hann búinn að nefna við mig hvort hann mætti koma kannski á laugardeginum 2 júní og taka myndir af mér við veiðar. Mér fannst það alveg sjálfsagt. Hringdi hann svo í mig og vildi koma um miðjan dag og fannst mér það ekki góður tími, vildi frekar fá þá snemma um morgun eða seint um kvöld. Komu þeir svo um 18:30 og byrjuðu á því að tala við mig og taka myndir þegar ég var að búa mig, löbbuðum svo niður að vatni við Öfugsáðann, kom ég mér fyrir og fór að kasta. Á Öfugsnáðanum voru tveir menn fyrir og einn kvenmaður sem öll fengu fisk nema ég, mennirnir fengu sínhvora Bleikjuna og kvenmaðurninn 2 Bleikjur. Við vatnið var töluverður vindur af suðvestri sem lægði ekkert fyrr en seint um kvöldið en þá voru þeir farnir og ég hættur að veiða. Var svo inn á tjaldsvæði um nóttina og fór á stjá um kl 07:00 á sunnudagsmorgun. Fór ég á Öfugsnáðann aftur og voru þá þar þrír menn Siggi Páfagaukur og tveir aðrir, Siggi hafði byrjað um kl 03:00 og var kominn með nokkrar góðar í poka. Ég setti fljótlega í fisk og var í ágætis kroppi til kl 10:30 en þá hringdi ég í Jón kvikmyndatökumann hjá Gunnari Bender og tikynnti ég honum að ég væri búinn að fá 9 stykki með því sem ég missti og sleppti. Veðraðist hann allur upp og vildi endilega koma strax en ég sagði það ekki rökrétt, hann væri byrjaður að kula aðeins eins og hann gerir alltaf á daginn og þá líka tæki botninn úr veiðinni. Ákváðum við svo eftir að hann var búinn að ráðfæra sig við sína menn að fara aftur uppeftir kl 05:00 á mánudagsmorguninn sem við og gerðum. En ég hélt áfram að veiða til kl 13:30 þá búinn að fá 11 fiska en ég fór heim með 4 góðar Bleikjur. Nú á mánudeginum vorum við komnir að Þingvallavatni um kl 06:00 og var þá alveg stafalogn fuglasöngur og allt eins og blómstrið eina. Ók ég að Snáðanum en sá mér til skelfingar að þar var uppselt, nú voru góð ráð dýr ég var kunnugastur á Öfugsnáðanum og þótti þetta verra. Fórum þá að Vatnskoti en þar hafði ég ekki veitt frá því ég var um tvítugt og var það ekki í gær. Var að veiða hér og þar í Vatnskoti þar til að ég loks hitti á hann. Náði þrem fiskum síðasta hálftímann, einni Murtu og tveim fínum Bleikjum.

En hér má sjá myndbandið

 
Nafn:*
Netfang:
Skilaboð:*
Kóði: ?
 
2008 © Hjörtur Sævar Steinason | Keyrt á Oliver vefumsjón